Það vantar fleiri tré í Reykjavík til að skapa skjól og stuðla að bættu andrúmslofti. Svæðið í kringum Hlemm er til dæmis grámyglulegt og drungalegt steypuplan.
Sammála Heiðu
Fallegt og bætir andrúmsloftið hér í miðborginni. Gerir lífið eifaldlega betra og fallegra.
Betra skjól, betra andrúmsloft og gleður augað.
Hjartanlega sammàla
Það þarf að fegra allt umhverfið þarna í kring. Sting uppá að Rauðarárstígur frá Bríetartúni verði tengt með hlýlegum hætti við Hlemm sem er mikið göngusvæði íbúa, vinnandi fólks og túrista frá nálægum hótelum og göngusvæðum. Myndi tengjast skemmtilega við nærliggjandi almenningsgarð bakvið Rauðarárstíg sem er mikið nýttur. Það mætti minnka bílastæði lögreglustöðvar sem eru ávalt illa nýtt. Færa girðingu samhliða byggingu og koma upp bekkjum, grænu svæði og gróðri og strætó burt úr götunni.
Nú þegar Mathöllin hefur opnað er mikilvægt að gróðursetja og fegra umhverfið. Tré, blóm og bekkir myndu sóma sér vel á og við Hlemm og laða að íbúana.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation