Betri lýsing á göngustígum í Elliðaárdalnum, t.d. fyrir neðan Árbæjarkirkju. Þar gengum við um daginn í niðamyrkri. Sömuleiðis voru perur ónýtar á nokkrum staurum svo huga þarf betur að þessu. Maður á að geta nýtt svæðið á kvöldin líka (t.d. fyrir hundalabbið).
Betri lýsing í Elliðaárdalnum er öryggisatriði á þessu vinsæla svæði og ennfremur mun þetta stuðla að enn meiri nýtingu svæðisins
Af öryggisástæðum á að vera nægjanleg birta.
Mér finnst nú bara ansi kósí að það skuli ekki vera allt fullt af ljósastaurum þarna. Maður getur skoðað stjörnurnar og norðurljósin. Myrkrið getur verið ansi kósí líka ;-)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation