Koma af stað einhverskonar hraðstrætó sem minnka mundi tímann sem það tekur að komast niður í bæ.
Það þurfa að vera hraðleiðir í og úr hverfinu svo ekki taki næstum klukkutíma að komast í og úr vinnu.
Tengja þarf hverfið betur með strætósamgöngum við stærstu vinnustaði borgarinnar og háskóla. Ferð í strætó frá stúdentagörðum við Kapellustíg í Háskólann í Reykjavík tekur 44 mínútur (skv. straeto.is). Það er ekki hvetjandi fyrir námsmenn í HR að lifa bíllausum lífsstíl ef ferðatími með almenningssamgöngum er svona langur.
Það helsta sem er að strætósamgöngum við úthverfi er hversu langan tíma tekur að komast niður í bæ.
Þéttum byggð í úthverfum með nýjum atvinnutækifærum í hverfunum. Færum stjórnkerfið í úthverfin. Með því þarf ekki að eiða 100 milljörðum í borgarlínu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation