Fjölgun gangbrauta í Seljahverfi

Fjölgun gangbrauta í Seljahverfi

Það þarf að fjölga gangbrautum í götum eins og Flúðaseli og Engjaseli sem eru langar götur þar sem börn eiga leið um daglega. Í Flúðaseli er aðeins ein merkt gangbraut en í Engjaselinu er engin.

Points

Það vantar fleiri löglega gangbrautir í Breiðholtin því það er allt of mikið um að ætlast er til að gengið er yfir hraðahindranir sem eru ekki merktar sem gangbrautir og það skapar hættu fyrir vegfarendur

Það eru reyndar 3 eða 4 hopp í Engjaselinu þar sem gert er ráð fyrir göngubraut uppá hoppunum. Þó eru þessar gangbrautir venjulega hvorki merktar með skilti, né með máluðum gangbrautar-röndum... en þær eru þarna. Eiginlega 5 hopp... eitt við 50-60 eitt nýtt í beygjunni og framar í götunni. Endilega merkja þessar gangbrautir.

Svo ég taki Flúðaselið sem sem dæmi eru tæplega 400m frá Seljabraut og út í enda götunnar (í beinni sjónlínu) er einungis ein merkt gangbraut þó svo að gangstétt/göngustígar liggji alveg að götunni eins og gert sé ráð fyrir að maður fari yfir hana þar. Bílarnir stoppa þó ekki vegna þess að þetta er ekki merkt gangbraut. Ég fer úr vegi mínum til þess að nota þessa einu gangbraut og vera fyrirmynd fyrir börnin mín, en munu þau nenna þessum krók sjálf þegar þau fara að fara ein um?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information