Setja upp áningarstað með æfingatækjum og bekkjum við göngustíg á milli Grafarholts og Hádegismóa, beint fyrir neðan Ólafsgeisla. Áningarstaðurinn nýtist fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Sambærilegir áningarstaðir hafa verið settir upp í Fossvogi, við göngustíginn þar, sjá meðfylgjandi mynd.
Það er mjög mikil umferð um göngustíginn þarna og þarft verk að setja upp áningarstað svo fólk geti notið náttúrunnar og hvílt lúin bein.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation