Klára þarf göngustíg á milli Árbæjarkirkju og Árbæjarskóla.

Klára þarf göngustíg á milli Árbæjarkirkju og Árbæjarskóla.

Klára þarf að malbika/steypa fjölfarinn göngustíg, þetta svæði liggur á milli Árbæjarkirkju og Árbæjarskóla (vesturenda) sem er frá Árseli og í átt að göngustíg neðan við skóla/leikskóla í átt að sundlaug, framhald af Árbæjartorgi.

Points

Fjölfarinn stígur sem er ókláraður og myndast þar oft drullusvað og/eða stórir pollar þegar rignir. Einnig er þar möl sem er laus í sér. Svæðið er framhald af Árbæjartorgi og leiðnlegt er að sjá hvernig smá svæði er skilið eftir sem enginn virðist hafa ábyrgð á sem þarf að bæta og hreinlega bara klára.

Tek undir með íbúa í Hraunbæ. Einnig þarf það að komast inn á áætlun að ryðja þennan spotta því oft myndast glæra hálka þegar margir fætur hafa þjappað snjóinn og það fer að hlána. Mögulega mætta setja snjóbræðslu fyrir ef ráðist verður í að lagfæra svæðið.

Í betri hverfum 2016 var eitt af samþykktum verkefnum að klára frágang á þessu svæði á milli kirkjunnar og skólans. Það má því reikna með að þetta verði framkvæmt nú í sumar.

Svo leiðinlegt þegar börnin koma alltaf drullug heim, þrátt fyrir að þau voru bara að ganga þarna um

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information