Hraðahindranir á Korpúlfstaðavegi

Hraðahindranir á Korpúlfstaðavegi

Þar sem búið er að leggja af skólastarf á Korpúlfstöðum finnst mér að það mætti fjarlægja hraðahindranirnar sem settar voru á veginn þegar skólastarf hófst þar.

Points

Hraðahindrun á Strandvegi ofan við fyrrum skólagarða á líka engan rétt á sér lengur, þarna sést varla nokkur maður á ferli fótgangandi og auk þess er hún úr lagi gengin þannig að hætta er á að bíllinn skemmist ef ekið er hraðar en 30 km/klst. Hún hefur fengið að aflagast í friði og aldrei verið löguð enda ekki í strætóleið, en hraðahindranirnar á Korpúlfsstaðavegi voru þó lagaðar lítillega fyrir nokkrum árum, sjálfsagt að kröfu Strætó.

Þrátt fyrir að hindranirnar yrðu fjarlægðar eru fyrir hendi á sama stað bæði gangbraut og þrenging.

Hraðahindranir áfram þar sem gangandi umferð er enn nokkur. Þrengingar draga úr hraða en virka ekki á sama hátt og þrengingar.

Umferðarhraðinn á þessari götu er alltof hár miðað við fjölda gangandi, sérstaklega fjölda barna.

Gott að hafa hraðahindranir á Korpúlfstaðavegi. Fullt af gangandi vegfarendum sem eru á leið úr og í strætó og á leið í golf eða upp í Egilshöll. Ef ekki væru hraðhindranir þá væri umferðarhraði meiri.

Þessar hraðhindranir eru mjög lélegu ástandi. Til að þær þjónuðu sínum tilgangi mætti endurgera þær upp á nýtt.

Það mætti alveg skoða þetta af þar til bærum aðilum þar sem bæði rökin eru jafnfætis að mínu mati en ég er meira fylgjandi að fjarlægja hraðahindranir sem eru á mörgum stöðum allt of margar og háar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information