Þórsgata verði einstefnuakstursgata

Þórsgata verði einstefnuakstursgata

Þórsgatan var gerð að vistgötu fyrir áratugum síðan. Í dag sér þess ekki stað því það er gríðarlega mikil umferð um götuna á nóttu og degi og ekki í neinu samræmi við það að gatan er venjuleg íbúagata. Umferð jókst mjög þegar Freyjugata var gerð að einstefnuakstursgötu og með auknum ferðamannastraumi er ástandið algjörlega óviðunandi. Þegar mikið snjóar breytist gatan í raun í einstefnuakstursgötu vegna þess hve þröng og bugðótt hún er.

Points

Til þess að koma í veg hraðakstur á Þórsgötu er hægt að skipta götunni í tvær akstursáttir eins og gert var ráð fyrir þegar umræða var um það fyrir hrun að gera götuna að einstefnuakstursgötu. Þetta gæti t.d. verið með þeim hætti að í efri hluta götunnar mætti bara ekið upp og í neðri hluta götunnar bara ekið niður. Gatan er það stutt að með slíkri skiptingu er ekki líklegt að hratt sé hægt að aka. Ég veit ekki hvort rannsóknir eru til um fyrirkomulag sem þetta.

Núverandi ástand er eftirfarandi. Mjög mikil umferð er um götuna í báðar áttir og þar sem gata er á mörkum þess að vera nógu breið fyrir tvístefnu myndast oft umferðarhnútur með röð af bílum. Til að mætast aka bílar mjög oft uppi á gangstéttum með tilheyrandi hættu fyrir gangandi og mögulegum skemmdum. Einstefna myndi minnka umferð og mengun, auka öryggi og velferð íbúa og gangandi vegfaranda til muna.

Einstefnugötur í miðbænum eru hættar að skipta máli þar sem enginn virðir einstefnu í dag (og það er ekki blessuðum túristunum að kenna). Það sem verra er er að bæði borgaryfirvöldum og lögreglu er ,,sama" (þá meina ég gera eða geta ekki gert neitt í því).

Sammála. Þyrfti bara að setja upp fjögur (4) "einstefna - bannað að aka" skilti og það yrði komið. :)

Það er í raun fáránlegt að mínu mati að þessi þrönga gata sé tvístefnuakstursgata. Ef henni verður breytt í einstefnuakstursgötu liggur í augum uppi að umferð um götuna minnkar og hún verður jafnframt viðráðanlegri þegar snjóalög gera umferð hættulega. Hvort tveggja og fleira reyndar eykur lífsgæði íbúanna til muna, minnkar umferð og dregur úr mengun og hættu á slysum.

Flestar ransóknir benda til að breyting gatna í einstefnugötu munu auka aksturshraða enda þurfa ökumenn þá ekki að taka tillit til aksturs á móti. Það að breyta götunni í einstefnu mun því hafa þveröfug áhrif við það sem nefnt er hér sem rök með breytingunni. Gatann mun verða eins og trekt fyrir umferð í þá átt sem hún mun beinast. Td er líklegt að akstursstefnan yrði í austur (Freyjugata er í vestur) og öll umferð, á leið austur skólavörðuholtið myndi fara úm hana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information