Mislæg þverun til að tengja saman hjólaleiðina frá samgöngubrúnum yfir Elliðaárósa yfir á hjólastíg meðfram Suðurlandsbraut
Sæbrautin er mjög umferðarþung gata sem gangandi og hjólandi umferð þarf að þvera á ljósum í dag. Með því að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá akandi umferð verður komin góð tenging milli stíga beggja vegna Sæbrautar sem eru mikið nýttir í dag af gangandi og hjólandi vegfarendum. Einnig mun þessi framkvæmd stórbæta aðgengi milli íbúðarhverfa vestan Sæbrautar og útivistarsvæðisins í Elliðaárdalnum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation