Ekki er hægt að labba beina leið milli Réttarholtsvegar og Vogahverfis þó að þarna sé brú. Gangandi vegfarendur neyðast því að annaðhvort labba undir og yfir ýmisskonar mannvirki eða að labba yfir umferðarbrúnna sem er ekki með gönguljósum og göngustíg.
Þetta þýðir að tugir ungmenna ganga yfir þessa fjölförnu umferðabrú á daglega, hoppa fyrir bíla, stikla yfir grindverk og hlaupa á pínkulitlum grasspildum til að komast í MS. Það að eingöngu sé ein göngubrú á milli vogahverfissins og þessi illa hannaða umferðarbrú klippir algjörlega á hverfin tvö sem eru hlið við hlið og ættu að vera tengdari.
Hjóla þessa leið daglega og vel nánast undantekningalaust að hjóla á götunni frekar en á göngustígnum því hann er mun lengri ásamt því að á honum er fjöldi blindbeygja sem eru beinlínis hættulegar hjólandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation