Það er óþarfi fyrir þá sem eru að fara upp í Hóla eða Berg að vera fastir í röð á eftir þeim sem beygja til vinstri inn á Höfðabakka og eru að fara í Árbæ, Grafarvog eða annað.
Þetta er sérstaklega slæmt seinni part daga og þegar fer að nálgast helgar.
Mætti setja upp umferðaljós við gatnamót Fálkabakka og Höfðabakka og beina það með meiri umferð um Arnarbakka. Alla vega er full þörf á að skoða umferðina um Höfðabakka, Stekkjabakka, Arnarbakka og Fálkabakka og hvernig má bæta umferðarmannvirkin þarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation