Landspilda án hlutverks

Landspilda án hlutverks

Á horni Laugarásvegar og Sundlaugarvegar/Brúnavegar er óræktaður blettur, þar sem vex alls kyns illgresi og er vanhirtur nánast á hverju ári, einstaka sinnum sleginn og varla það. Í haust var bletturinn notaður sem birðgastöð fyrir verktaka Orkuveitunnar en nú búið að fjarlægja draslið, sem þar hafði verið ósnert í marga mánuði nema sandhauga sem voru settir undir rörin. Legg til að þessi blettur verði gerður að gróðurvin með lágvöxnum runnum og blómabeðum, jafnvel bekkjum til að sitja á.

Points

Vegna óræktarinnar er þessi blettur oft notaður sem bílastæði en það er ekki löglegt, auk þess er mikið af erlendum ferðamönnum sem ganga þarna um og er vart yndisauki í þeirra augum, né okkur hinna sem þurfum að horfa á þessa órækt árum saman engum til gleði.

Styð það sérstaklega að fá fleiri bekki

Láta niður rifsberjarunna sem allir geta plokkað ber af og/eða rabbabara

Frábær hugmynd og mæli með að setja líka bekki þarna, pottþétt margir sem myndu njóta þess að vera þarna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information