Það má gjarnan setja spegla á blindbeygjurnar sem eru á göngustígnum meðfram kirkjugarðinum.
Það er óþægilegt að sjá ekki hvort það er einhver að koma á móti/er sömu megin á gangstíg eða dreifir sér yfir allan stíginn, lausir hundar ofl ofl. Jafnvel þó maður sé ekki á mikilli ferð á hjóli þá fer maður alltaf aðeins hraðar en gangandi. Svo ekki sé talað um aðra umferð rafknúinna farartækja.
Alveg skínandi gott mál, þetta myndi breyta öllu fyrir gangandi vegfarendur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation