Á stignum yfir Vatnsmýrina eru tvær brýr yfir ár og mýrlendi sem sem ekki eru handrið meðfram. Þarna ganga og hjóla fullorðnir og börn daglega en í hálku er sér í lagi hætta á að hrasa útaf.
Mér finnst það gefa auga leið að girðing ætti að vera allstaðar í borginni þar sem fallhætta er.
Ég hjólaði þarna um dagin með barnið mitt og við runnum fram á brúnina á einni brúnni.
Þessar göngubrýr (og stígar) eru eingöngu ætlaðar gangandi vegfarendum, enda of þröngar til að þarna sé einnig umferð hjólandi vegfarenda. Góðir hjóla- og göngustígar eru ekki langt frá þessum slóða. Það er engin þörf á handriðum svo hjólandi vegfarendur geti brtunað þarna um og setji gangandi fólk sem er að njóta Vatnsmýrarinnar í hættu.
Viðar: Það er kannski rétt að leiðin sé ætluð gangandi en það er greinilegt á hjólförum að fólk hjólar þarna daglega og hönnuninn á að geri ráð fyrir hvernig notkun er en ekki hvernig hún ætti að vera.
Linus: Þó hjólreiðafólk virði ekki tilgang þessa sérstaka göngustígar og bryggja, þá þýðir það þurfi að láta undan frekju þeirra. Það er svona svipað og ef að einhver brýtur lög þá verði að breyta lögunum svo brotið verði ekki ólöglegt.
Jahá. Það er ánægjulegt að þessi hndrið skuli spinnast í stærri umræðu. Það er hlutverk borgar að gæta öryggis borgarbúa, jafnvel þeirra sem ekki fylgja reglum. Þess vegna eru til dæmis girðingar milli akreina á Hringbraut. En hvar segir að þessi leið sé ekki fyrir hjólandi? Ef það eru þarna skilti sem banna hjólreiðar þá hefur það farið framhjá mér. En svo mætti líka bæta við handriðum til að bæta öryggi gangandi, til dæmis barna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation